Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 09:32 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01