Anton synti til sigurs í Búdapest Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 13:46 Anton Sveinn McKee er að gera góða hluti í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest. EPA/Robert Perry Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig. Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.
Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57
Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01