Gunnar lofaði flúri Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 11:30 Gunnar og Ásgeir Trausti þegar þeir unnu saman að laginu. Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan. Tónlist Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan.
Tónlist Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira