Í sumar greindi Vísir frá því að fyrirtækið Sexroom.is væri komið á markað hér á landi en og var það staðsett í miðborg Reykjavíkur.
Þar var hægt að leigja sér sérstakt kynlífsherbergi á vefsíðunni. Nú er húsnæðið og reksturinn til sölu fyrir 29,9 milljónir króna eins og kemur fram í auglýsingu á bland.is.
Í auglýsingunni segir: „Atvinnutækifæri til sölu sem býður upp á góða tekjumöguleika fyrir réttan aðila. Um er að ræða fyrirtækið sexroom.is.“
Innifalið í verðinu er:
Lén og allt sem í rýminu er nú þegar
75 fermetra fasteign sem skipt hefur verið upp í tvö rými.