Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 15:46 Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað verulega í dag. Vísir/Vilhelm Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Íslenska kauphöllin hefur ekki farið varhluta af þessu og skartar eingöngu grænum tölum það sem af er degi. Hlutabréf í Icelandair höfðu á tímabili hækkað um 27% í viðskiptum dagsins. Pfizer og BioNTech tilkynntu í dag bráðabirgðaniðurstöður á prófunum bóluefnis við kórónuveirunni. Þær benda til þess að bóluefni fyrirtækjanna veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Efnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana á heimsvísu. Þessar niðurstöður hafa verið sagðar marka „þáttaskil“ í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, sem nær lamað hefur efnahagslíf um allan heim. Pfizer og BioNTech gera ráð fyrir að sækja um neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar og binda jafnvel vonir við að koma efninu á markað í lok þessa árs. Hlutabréf í bæði Pfizer og BioNTech hafa tekið risastökk frá því að niðurstöðurnar voru gerðar opinberar og markaðir opnuðu vestanhafs. Þá virðast fréttirnar af bóluefninu hafa haft hvað jákvæðust áhrif á fyrirtæki sem hafa farið verst úti úr faraldrinum: flugfélög, viðburðafyrirtæki og kvikmyndahúsakeðjur, svo eitthvað sé nefnt. Rólegur morgunn framan af í Evrópu Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka telur alveg óhætt að rekja hækkun á mörkuðum til fregna af bóluefninu. „Þetta fylgir mikilli hækkun á erlendum mörkuðum og sú hækkun varð um leið í rauninni og þessar fréttir voru komnar fram. Það var rólegur morgunn á ýmsum evrópskum mörkuðum en svo þegar þessar fréttir komust í hámæli ruku markaðirnir upp. Og hækkun víða í Evrópu er enn þá meiri en hjá okkur. Þannig að þetta er hluti af bylgju sem er að ganga yfir fjármálamarkaði eftir að fréttin frá Pfizer kom fram,“ segir Jón Bjarki. Þá segir hann framhaldið algjörlega munu ráðast af því hvernig fréttaflutningi af bóluefninu fleytir fram; hvernig sérfræðingar og heilbrigðisyfirvöld bregðist við. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ segir Jón Bjarki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Gífurlegar fjárhæðir í spilinu Sé fótur fyrir þessum nýjustu fregnum af Pfizer-bóluefninu sér ef til vill loksins fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. Það segir Jón Bjarki að hefði auðvitað víða mikil áhrif. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri. Og það eru svo gífurlegar fjárhæðir í spilinu að það er kannski ekki að undra í því sambandi að fyrstu áhrif á mörkuðum séu þetta umfangsmikil. En að sjálfsögðu verður maður að setja allan fyrirvara um þetta og það verður fróðlegt að heyra viðbrögð og álit sóttvarnayfirvalda við þessum fréttum.“ Líkt og áður segir hafa íslenskir markaðir ekki farið varhluta af bóluefnisfregnum; íslenska kauphöllin er „grænglóandi“ í dag. Þar ber helst að nefna Icelandair en hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um 22,22% þegar þetta er ritað, í 253 milljóna króna viðskiptum. Á tímabili í dag stóð hækkunin í 27%, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Þá hafa hlutabréf í fasteignafélaginu Reitum hækkað um 12,66 prósent það sem af er degi. Önnur fasteignafélög hafa einnig hækkað talsvert; Eik um 9,58 prósent og Reginn um 7,56 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Efnahagsmál Markaðir Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ 26. október 2020 20:12 Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Versnandi horfur í efnahagsmálum Hagdeild Landsbankans reiknar með að atvinnuleysi haldist fremur mikið allt til ársins 2023. Verðbólga verði einnig yfir markmiði Seðlabankans allt fram til ársins 2023. 20. október 2020 19:04 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Íslenska kauphöllin hefur ekki farið varhluta af þessu og skartar eingöngu grænum tölum það sem af er degi. Hlutabréf í Icelandair höfðu á tímabili hækkað um 27% í viðskiptum dagsins. Pfizer og BioNTech tilkynntu í dag bráðabirgðaniðurstöður á prófunum bóluefnis við kórónuveirunni. Þær benda til þess að bóluefni fyrirtækjanna veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Efnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana á heimsvísu. Þessar niðurstöður hafa verið sagðar marka „þáttaskil“ í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, sem nær lamað hefur efnahagslíf um allan heim. Pfizer og BioNTech gera ráð fyrir að sækja um neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar og binda jafnvel vonir við að koma efninu á markað í lok þessa árs. Hlutabréf í bæði Pfizer og BioNTech hafa tekið risastökk frá því að niðurstöðurnar voru gerðar opinberar og markaðir opnuðu vestanhafs. Þá virðast fréttirnar af bóluefninu hafa haft hvað jákvæðust áhrif á fyrirtæki sem hafa farið verst úti úr faraldrinum: flugfélög, viðburðafyrirtæki og kvikmyndahúsakeðjur, svo eitthvað sé nefnt. Rólegur morgunn framan af í Evrópu Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka telur alveg óhætt að rekja hækkun á mörkuðum til fregna af bóluefninu. „Þetta fylgir mikilli hækkun á erlendum mörkuðum og sú hækkun varð um leið í rauninni og þessar fréttir voru komnar fram. Það var rólegur morgunn á ýmsum evrópskum mörkuðum en svo þegar þessar fréttir komust í hámæli ruku markaðirnir upp. Og hækkun víða í Evrópu er enn þá meiri en hjá okkur. Þannig að þetta er hluti af bylgju sem er að ganga yfir fjármálamarkaði eftir að fréttin frá Pfizer kom fram,“ segir Jón Bjarki. Þá segir hann framhaldið algjörlega munu ráðast af því hvernig fréttaflutningi af bóluefninu fleytir fram; hvernig sérfræðingar og heilbrigðisyfirvöld bregðist við. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ segir Jón Bjarki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Gífurlegar fjárhæðir í spilinu Sé fótur fyrir þessum nýjustu fregnum af Pfizer-bóluefninu sér ef til vill loksins fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. Það segir Jón Bjarki að hefði auðvitað víða mikil áhrif. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri. Og það eru svo gífurlegar fjárhæðir í spilinu að það er kannski ekki að undra í því sambandi að fyrstu áhrif á mörkuðum séu þetta umfangsmikil. En að sjálfsögðu verður maður að setja allan fyrirvara um þetta og það verður fróðlegt að heyra viðbrögð og álit sóttvarnayfirvalda við þessum fréttum.“ Líkt og áður segir hafa íslenskir markaðir ekki farið varhluta af bóluefnisfregnum; íslenska kauphöllin er „grænglóandi“ í dag. Þar ber helst að nefna Icelandair en hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um 22,22% þegar þetta er ritað, í 253 milljóna króna viðskiptum. Á tímabili í dag stóð hækkunin í 27%, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Þá hafa hlutabréf í fasteignafélaginu Reitum hækkað um 12,66 prósent það sem af er degi. Önnur fasteignafélög hafa einnig hækkað talsvert; Eik um 9,58 prósent og Reginn um 7,56 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Efnahagsmál Markaðir Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ 26. október 2020 20:12 Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Versnandi horfur í efnahagsmálum Hagdeild Landsbankans reiknar með að atvinnuleysi haldist fremur mikið allt til ársins 2023. Verðbólga verði einnig yfir markmiði Seðlabankans allt fram til ársins 2023. 20. október 2020 19:04 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ 26. október 2020 20:12
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06
Versnandi horfur í efnahagsmálum Hagdeild Landsbankans reiknar með að atvinnuleysi haldist fremur mikið allt til ársins 2023. Verðbólga verði einnig yfir markmiði Seðlabankans allt fram til ársins 2023. 20. október 2020 19:04