Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 16:09 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16