Veður

Víða dá­litlar skúrir eða slyddu­él

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu.
Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu og dálitlar skúrir eða slydduél. Bjart verður með köflum norðanlands. Hiti á landinu verður á bilinu 1 til 7 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að síðdegis gangi úrkomusvæði inn á austurhelming landsins. Verður úrkoman víða á formi snjókomu eða slyddu, en við suðaustur- og austurströndina sé útlit fyrir rigningu. Í nótt gangi svo í vestan 10-18 á þessum slóðum, en í fyrramálið lægi og stytti upp.

„Á morgun verður áttin aftur suðlæg, víða 5-10 m/s og él, en það rofar til á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en í kringum frostmark um landið norðaustanvert,“ segir í færslunni.

Spákortið fyrir hádegið í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-10 m/s og él eða slydduél, en léttir til N- og A-lands með deginum. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en í kringum frostmark NA-lands.

Á fimmtudag: Gengur í austan og norðaustan 10-18 með rigningu eða slyddu á S- og SA-landi. Úrkomulítið annars staðar, en snjókoma eða slydda N-lands um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðlæg átt og þurrt að kalla, en dálítil él N-til, og rigning við A-ströndina. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil væta S-til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost um landið N- og A-vert.

Á sunnudag: Austlæg átt og rigning eða slydda víða um land. Hiti 1 til 7 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með skúrum, en snjókomu N-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×