Anton vann sér inn tvær og hálfa milljón Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 07:31 Anton Sveinn McKee hefur reynst liði sínu mikilvægur í Búdapest. EPA/ROBERT PERRY Anton Sveinn McKee og félagar í Toronto Titans enduðu í 7. sæti af liðunum tíu í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest og komust því í úrslitakeppnina. Anton safnaði alls 3.200 Bandaríkjadölum með frammistöðu sinni á fjórða mótinu sem Titans tóku þátt í, sem lauk í gær. Á mótunum fjórum safnaði hann 18.000 dölum, jafnvirði 2,5 milljóna króna, í þessari nýlegu atvinnumannadeild þar sem besta sundfólk heims kemur saman. Anton er fyrsti og eini Íslendingurinn til að keppa í deildinni. Caeleb Dressel var sigursælastur í deildarkeppninni og safnaði jafnvirði 12,7 milljóna króna, og Lilly King kom næst með 11,4 milljónir. Anton með fimmta mesta magn stiga í sínu liði Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn. Þangað komust átta lið sem keppa á tveimur fjögurra liða mótum, eftir að hvert lið keppti á fjórum mótum í deildarkeppninni. Öll mótin fara fram í Búdapest, þar sem Anton og aðrir sundmenn hafa verið í eins konar vinnusóttkví síðustu vikurnar og þurft að halda sig að mestu á sínu hótelherbergi. Anton safnaði alls 87 stigum fyrir Titans í mótunum fjórum, og varð fimmti efstur af 32 liðsmönnum liðsins hvað stigasöfnun varðar. Anton vann 200 metra bringusund í þriðja sinn á fjórða og síðasta mótinu, varð fjórði í 100 metra bringusundi í gær á 57,79 sekúndum, og fimmti í 50 metra bringusundi. Þá var hann í sveit Titans sem varð í 3. sæti í 4x100 metra fjórsundi. Sund Tengdar fréttir Anton heiðraði pabba sinn með sigursundinu „Vonandi gladdi þetta hann. Það var planið,“ sagði Anton Sveinn McKee glaðbeittur eftir sigursund í Búdapest í gær sem var um leið afmælisgjöf til pabba hans. 10. nóvember 2020 09:00 Anton synti til sigurs í Búdapest Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. 9. nóvember 2020 13:46 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Anton Sveinn McKee og félagar í Toronto Titans enduðu í 7. sæti af liðunum tíu í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest og komust því í úrslitakeppnina. Anton safnaði alls 3.200 Bandaríkjadölum með frammistöðu sinni á fjórða mótinu sem Titans tóku þátt í, sem lauk í gær. Á mótunum fjórum safnaði hann 18.000 dölum, jafnvirði 2,5 milljóna króna, í þessari nýlegu atvinnumannadeild þar sem besta sundfólk heims kemur saman. Anton er fyrsti og eini Íslendingurinn til að keppa í deildinni. Caeleb Dressel var sigursælastur í deildarkeppninni og safnaði jafnvirði 12,7 milljóna króna, og Lilly King kom næst með 11,4 milljónir. Anton með fimmta mesta magn stiga í sínu liði Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn. Þangað komust átta lið sem keppa á tveimur fjögurra liða mótum, eftir að hvert lið keppti á fjórum mótum í deildarkeppninni. Öll mótin fara fram í Búdapest, þar sem Anton og aðrir sundmenn hafa verið í eins konar vinnusóttkví síðustu vikurnar og þurft að halda sig að mestu á sínu hótelherbergi. Anton safnaði alls 87 stigum fyrir Titans í mótunum fjórum, og varð fimmti efstur af 32 liðsmönnum liðsins hvað stigasöfnun varðar. Anton vann 200 metra bringusund í þriðja sinn á fjórða og síðasta mótinu, varð fjórði í 100 metra bringusundi í gær á 57,79 sekúndum, og fimmti í 50 metra bringusundi. Þá var hann í sveit Titans sem varð í 3. sæti í 4x100 metra fjórsundi.
Sund Tengdar fréttir Anton heiðraði pabba sinn með sigursundinu „Vonandi gladdi þetta hann. Það var planið,“ sagði Anton Sveinn McKee glaðbeittur eftir sigursund í Búdapest í gær sem var um leið afmælisgjöf til pabba hans. 10. nóvember 2020 09:00 Anton synti til sigurs í Búdapest Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. 9. nóvember 2020 13:46 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Anton heiðraði pabba sinn með sigursundinu „Vonandi gladdi þetta hann. Það var planið,“ sagði Anton Sveinn McKee glaðbeittur eftir sigursund í Búdapest í gær sem var um leið afmælisgjöf til pabba hans. 10. nóvember 2020 09:00
Anton synti til sigurs í Búdapest Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. 9. nóvember 2020 13:46
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01