Mannskemmandi að horfa upp á ástvin fjara út Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 11:30 Ástrós Rut ásamt Emmu í vikunni. Hún eignaðist hana með Bjarka Má árið 2018. Nú á hún von á sínu öðru barni. vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári. Ástrós segir að síðastliðið rúma ár hafi verið gríðarlega erfitt og heldur betur reynt á andlegu hliðina. Það hafi tekið á að fylgjast með dauðastríði eiginmanns síns á hliðarlínunni og geta lítið sem ekkert gert. „Ég held að það sé mannskemmandi og það allavega breytti mér,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Að horfa upp á ástvin fjara út er skelfilegt og það brýtur mann að innan en það gerir mann líka sterkari fyrir vikið. Ég get gert hluti í dag sem ég gat ekki gert fyrir tíu árum síðan og ég horfi öðruvísi á hlutina í dag. Ég finn það að ég er miklu sterkari inni í mér og ég finn að það er svo margt sem ég á eftir að gera og það sem ég vil gera.“ Klippa: Einkalífið - Ástrós Rut Sigurðardóttir Ástrós segir að þessi skelfilega lífsreynsla hafi vissulega brotið hana algjörlega niður en á saman tíma byggt hana upp í nýjan karakter. „Þetta er mögulega eitthvað sem ég hefði viljað sleppa við en maður þarf að taka það góða og mikilvæga út úr þessu erfiða verkefni. Þetta hefur gert mig að betri manneskju í dag, ég er þroskaðri, sterkari og get tekist á við erfið verkefni. En að sitja á hliðarlínunni og geta ekki hjálpað manneskjunni sem maður elskar er rosalega erfitt. Þú ert svo hjálparlaus og manneskjan er kannski að engjast um af kvölum og þú getur ekkert gert, það er hrikalegt. Þetta er kannski svipað og þegar karlmenn eru hjá konunni sinni sem er að fæða. Hún er kannski að engjast um af sársauka og þeir geta ekkert gert og bara peppað hana áfram.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári. Ástrós segir að síðastliðið rúma ár hafi verið gríðarlega erfitt og heldur betur reynt á andlegu hliðina. Það hafi tekið á að fylgjast með dauðastríði eiginmanns síns á hliðarlínunni og geta lítið sem ekkert gert. „Ég held að það sé mannskemmandi og það allavega breytti mér,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Að horfa upp á ástvin fjara út er skelfilegt og það brýtur mann að innan en það gerir mann líka sterkari fyrir vikið. Ég get gert hluti í dag sem ég gat ekki gert fyrir tíu árum síðan og ég horfi öðruvísi á hlutina í dag. Ég finn það að ég er miklu sterkari inni í mér og ég finn að það er svo margt sem ég á eftir að gera og það sem ég vil gera.“ Klippa: Einkalífið - Ástrós Rut Sigurðardóttir Ástrós segir að þessi skelfilega lífsreynsla hafi vissulega brotið hana algjörlega niður en á saman tíma byggt hana upp í nýjan karakter. „Þetta er mögulega eitthvað sem ég hefði viljað sleppa við en maður þarf að taka það góða og mikilvæga út úr þessu erfiða verkefni. Þetta hefur gert mig að betri manneskju í dag, ég er þroskaðri, sterkari og get tekist á við erfið verkefni. En að sitja á hliðarlínunni og geta ekki hjálpað manneskjunni sem maður elskar er rosalega erfitt. Þú ert svo hjálparlaus og manneskjan er kannski að engjast um af kvölum og þú getur ekkert gert, það er hrikalegt. Þetta er kannski svipað og þegar karlmenn eru hjá konunni sinni sem er að fæða. Hún er kannski að engjast um af sársauka og þeir geta ekkert gert og bara peppað hana áfram.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29