Aron Einar: Ekki „síðasti dansinn“ hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 16:21 Aron Einar Gunnarsson tók niður grímuna þegar hann svaraði spurningum blaðamanna. Skjámynd/Vísir Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira