Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 13:31 Björgvin Páll tekur þátt í herferðinni. „Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
„Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni
Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira