Feðgarnir Gummi Ben og Albert í skemmtilegu innslagi hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 13:11 Guðmundur Benediktsson ræðir son sinn Albert í myndbandinu og þá staðreynd að hann er nú kominn í íslenska A-landsliðið. Skjámynd/Yotube/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira