Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 12:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira