Telur áhyggjur af skólastarfi í engum takti við raunveruleikann Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2020 13:23 Kennslustofur eru víða auðar, skólastarfið reiðir sig að veruleg leyti á fjarkennslu en þar hefur að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara verið lyft Grettistaki. visir/vilhelm/aðsend Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02