Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. nóvember 2020 20:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira