Mun áfram stýra landinu næstu fimm árin Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 07:43 Aung San Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu, en á þeim tíma sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar stjórnarhersins á Rohingjum í landinu. Getty Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti. Mjanmar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti.
Mjanmar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira