Liverpool maðurinn endaði 30 ára og 23 ára bið á sama árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 15:41 Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu fagna hér EM-sætinu í Belgrad í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira
Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira