„Fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2020 10:01 Ástrós Rut Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Emmu Rut. Vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira