„Fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2020 10:01 Ástrós Rut Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Emmu Rut. Vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira