Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:46 Unsplash/K. Mitch Hodge Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira