Vilja gefa fólki annað tækifæri í lífinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:08 Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn fara fyrir áfangaheimilinu, sem fær nafnið Annað tækifæri. Vísir/Egill Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von. Fíkn Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von.
Fíkn Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira