70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 23:34 1,37 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 í Bretlandi og tæp 52 þúsund látist. epa/Steve Parsons Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira