Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 09:15 Fyrir og eftir! Soffía fékk það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi í öðrum þætti af Skreytum hús. Skreytum hús „Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR. Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR.
Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35