Svíar takmarka samkomur við átta manns Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 13:48 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var með skýr skilaboð til þjóðar sinnar á fréttamannafundi í dag. AP Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira