Hamfarasvæði aftur í hættu vegna fellibyljarins Jóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 16:05 Tveir karlmenn bera ófríska konu og ungbarn í gegnum flóðvatn eftir fellibylinn Eta í Planeta í Hondúras 5. nóvember. Nú stefnir fellibylurinn Jóta sömu leið og Eta. AP/Delmer Martinez Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar. Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar.
Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26