Fjórir af hverjum tíu Íslendingum segjast trúaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:08 Fyrr í haust var fjallað um könnunina í Kjarnanum. Þar kom fram að meirihluti væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 54 prósent svarenda. Vísir/Vilhelm Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu. Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu.
Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira