Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 20:01 Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59
Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38