Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason
Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira