„Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2020 18:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45
Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23
Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06
Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39