Elísa: Gríðarlega þakklátar fyrir að hafa fengið leyfi til að æfa og spila fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 12:15 Elísa Viðarsdóttir tekur innkast í leik með Valsliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira