Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 13:28 Frá Egilsstöðum. Vísir/getty Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59