Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2020 17:58 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/Alexei Nikolsky/Sputnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Rússlandi á undanförnum mánuðum, eins og víða annars staðar. Þar hefur þó ekki verið gripið til strangra sóttvarna, eins og víða í Evrópu. Pútín sótti ríkisstjórnarfjarfund í dag og í kjölfarið fundaði hann með héraðsstjórum Rússlands. Varaði hann þá við því að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum og ítrekaði að þeir hefðu umfangsmiklar valdheimildir til að sporna gegn dreifingu nýju kóprónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Áðurnefndur ríkisstjórnarfundur var sýndur í sjónvarpinu og samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar sagði Pútín að ljóst væri að smituðum færi fjölgandi og að dánartíðnin væri sömuleiðis að hækka. 456 manns höfðu dáið á milli daga. Alls hafa rétt tæplega tvær milljónir manna smitast af Covid-19 í Rússlandi, svo vitað sé, og 34.387 hafa dáið. Það er mun minni fjöldi en í ríkjum þar sem sambærilegur fjöldi fólks hefur smitast og voru yfirvöld Rússlands sökuð fyrr á árinu um að draga úr fjölda látinna. Mun fleiri dáið á þessu ári Opinberar tölur sem birtar voru fyrr í þessum mánuði gefa í skyn að tæplega 120 þúsund fleiri hafi dáið á milli mars og september á þessu ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þykir það til marks um að mun fleiri hafi mögulega dáið en opinberar tölur segja til um. Pútín hafði einnig orð á því að í Moskvu, þar sem flest smit hafa greinst, séu heilbrigðisstarfsmenn betur í stakk búnir til að takast á við faraldurinn. Fregnir hafi borist af skorti á lyfjum og löngum biðtíma eftir sjúkrabílum í öðrum héruðum Rússlands. Þá sagði Pútín að héraðsstjórar ættu ekki að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum. Rússar hefðu gengið í gegnum álíka ástand í vor og vissu hvað þyrfti að gera. Þar að auki væru bóluefni á leiðinni. Rússar skráðu fyrsta bóluefnið gegn Covid-19 í sumar. Það heitir Sputnik V en þegar það var skráð hafði það ekki verið rannsakað ítarlega. Sagt veita 92 prósent vörn Sputnik V er sagt veita 92 prósent vörn gegn Covid-19 en það eru bráðabirgðaniðurstöður úr umfangmsmiklum rannsóknum. Samkvæmt nýlegri frétt Al Jazeera hefur bóluefnið verið prófað á 16 þúsund manns. Auk þeirra hafa um tíu þúsund manns í áhættuhópum verið bólusettir. Sputnik, fréttamiðillinn rússneski sem er í eigu ríkisins, segir að um 40 þúsund manns taki þátt í tilraununum og þær muni standa yfir næstu sex mánuði. Aðstoðarborgarstjóri Moskvu sagði nýverið að mögulega myndi almenn bólusetning hefjast í næsta mánuði. Samkvæmt áætlunum, sem Al Jazeera vitnar í, á að framleiða 800 þúsund skammta í þessum mánuði og eina og hálfa milljón í þeim næsta. Uppfært: Upplýsingum um bóluefnið Sputnik V hefur verið bætt við fréttina. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00 Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Rússlandi á undanförnum mánuðum, eins og víða annars staðar. Þar hefur þó ekki verið gripið til strangra sóttvarna, eins og víða í Evrópu. Pútín sótti ríkisstjórnarfjarfund í dag og í kjölfarið fundaði hann með héraðsstjórum Rússlands. Varaði hann þá við því að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum og ítrekaði að þeir hefðu umfangsmiklar valdheimildir til að sporna gegn dreifingu nýju kóprónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Áðurnefndur ríkisstjórnarfundur var sýndur í sjónvarpinu og samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar sagði Pútín að ljóst væri að smituðum færi fjölgandi og að dánartíðnin væri sömuleiðis að hækka. 456 manns höfðu dáið á milli daga. Alls hafa rétt tæplega tvær milljónir manna smitast af Covid-19 í Rússlandi, svo vitað sé, og 34.387 hafa dáið. Það er mun minni fjöldi en í ríkjum þar sem sambærilegur fjöldi fólks hefur smitast og voru yfirvöld Rússlands sökuð fyrr á árinu um að draga úr fjölda látinna. Mun fleiri dáið á þessu ári Opinberar tölur sem birtar voru fyrr í þessum mánuði gefa í skyn að tæplega 120 þúsund fleiri hafi dáið á milli mars og september á þessu ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þykir það til marks um að mun fleiri hafi mögulega dáið en opinberar tölur segja til um. Pútín hafði einnig orð á því að í Moskvu, þar sem flest smit hafa greinst, séu heilbrigðisstarfsmenn betur í stakk búnir til að takast á við faraldurinn. Fregnir hafi borist af skorti á lyfjum og löngum biðtíma eftir sjúkrabílum í öðrum héruðum Rússlands. Þá sagði Pútín að héraðsstjórar ættu ekki að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum. Rússar hefðu gengið í gegnum álíka ástand í vor og vissu hvað þyrfti að gera. Þar að auki væru bóluefni á leiðinni. Rússar skráðu fyrsta bóluefnið gegn Covid-19 í sumar. Það heitir Sputnik V en þegar það var skráð hafði það ekki verið rannsakað ítarlega. Sagt veita 92 prósent vörn Sputnik V er sagt veita 92 prósent vörn gegn Covid-19 en það eru bráðabirgðaniðurstöður úr umfangmsmiklum rannsóknum. Samkvæmt nýlegri frétt Al Jazeera hefur bóluefnið verið prófað á 16 þúsund manns. Auk þeirra hafa um tíu þúsund manns í áhættuhópum verið bólusettir. Sputnik, fréttamiðillinn rússneski sem er í eigu ríkisins, segir að um 40 þúsund manns taki þátt í tilraununum og þær muni standa yfir næstu sex mánuði. Aðstoðarborgarstjóri Moskvu sagði nýverið að mögulega myndi almenn bólusetning hefjast í næsta mánuði. Samkvæmt áætlunum, sem Al Jazeera vitnar í, á að framleiða 800 þúsund skammta í þessum mánuði og eina og hálfa milljón í þeim næsta. Uppfært: Upplýsingum um bóluefnið Sputnik V hefur verið bætt við fréttina.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00 Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00
Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38