Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19 Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:08 Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira