Gunnleifur þakkar fyrir sig: Montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 16:30 Gunnleifur Gunnleifsson á metið yfir flesta deildarleiki á Íslandi. vísir/bára Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira