Gunnleifur þakkar fyrir sig: Montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 16:30 Gunnleifur Gunnleifsson á metið yfir flesta deildarleiki á Íslandi. vísir/bára Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira