Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:42 Maðurinn slasaðist alvarlega eftir hjólreiðaslys og var metinn með 45 prósent varanlega örorku. Hann fékk í dag staðfest að hann ætti að fá fullar bætur frá Verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu.
Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira