Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 18:31 Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunarlækninga á Landspítalanum, segir hópsýkinguna á Landakoti hafa tekið gríðarlega á starfsmenn. MYND/LANDSPÍTALI Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. Alls hafa nú þrettán manns látist í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Hópsýkingin var gríðarlegt áfall fyrir yfirmenn og alla starfsmenn á Landakoti að sögn Guðnýjar Valgeirsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. „Eins og gefur að skilja þá hefur þetta reynt gríðarlega mikið á starfsfólk á Landakoti að fara í gegn um þessa hópsýkingu og við höfum reynt að standa vel saman og það hefur verið ótrúlegur samtakamáttur. Þetta var okkur mikið áfall og tekur okkur mjög sárt,“ segir Guðný. Það hafi verið sérstaklega erfitt að vera í aðstæðunum. Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans hafi aðstoðað fólkið. „Við settum inn sálgæslu og sálfræðiviðtöl fyrir þá sem veiktust og einnig þeir sem voru á staðnum hafa fengið stuðning frá Landspítalanum og það hefur hjálpað mjög mikið,“ segir Guðný. Fimmtíu starfsmenn Landakots smituðust af veirunni. „Mannauðurinn er okkur gríðarlega verðmætur og dýrmætur og það er gríðarlega mikilvægt að fá þetta fólk aftur til baka,“ segir Guðný. Hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum sjúklinganna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. Alls hafa nú þrettán manns látist í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Hópsýkingin var gríðarlegt áfall fyrir yfirmenn og alla starfsmenn á Landakoti að sögn Guðnýjar Valgeirsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. „Eins og gefur að skilja þá hefur þetta reynt gríðarlega mikið á starfsfólk á Landakoti að fara í gegn um þessa hópsýkingu og við höfum reynt að standa vel saman og það hefur verið ótrúlegur samtakamáttur. Þetta var okkur mikið áfall og tekur okkur mjög sárt,“ segir Guðný. Það hafi verið sérstaklega erfitt að vera í aðstæðunum. Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans hafi aðstoðað fólkið. „Við settum inn sálgæslu og sálfræðiviðtöl fyrir þá sem veiktust og einnig þeir sem voru á staðnum hafa fengið stuðning frá Landspítalanum og það hefur hjálpað mjög mikið,“ segir Guðný. Fimmtíu starfsmenn Landakots smituðust af veirunni. „Mannauðurinn er okkur gríðarlega verðmætur og dýrmætur og það er gríðarlega mikilvægt að fá þetta fólk aftur til baka,“ segir Guðný. Hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum sjúklinganna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31