Miley Cyrus og Dua Lipa sakaðar um að herma eftir tónlistarmyndbandi íslenskrar tónlistarkonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 17:51 Til vinstri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Miley Cyrus og Dua Lipa sem gefið var út í gær. Til hægri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Dream Wife sem kom út í maí. Vísir Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar. Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar.
Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00
Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40