Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Starfsmaður í skimunarmiðstöð tekur sýni úr sjálfum sér fyrir opnun. í Wales í gær. AP/Ben Birchall Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira