Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. nóvember 2020 07:56 Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa saman þróað bóluefni gegn kórónuveirunni. Getty/Jakub Porzycki Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira