Ísland styður verkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum Heimsljós 23. nóvember 2020 10:43 UNMISS/ Georgio Livio Ísland hefur gerst aðili að alþjóðaverkefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum, IPDC (e. International Programme for the Development of Communication). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægt framlag sé að ræða sem nýtist í baráttunni við kórónuveiruna. Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnisins var undirritaður í París í síðustu viku, en framlag þessa árs nýtist í stuðning við fjölmiðlauppbyggingu í Afríku sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum. Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði samninginn ásamt Jean-Yves Le Saux, framkvæmdastjóra skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO. Jean-Yves Le Saux og Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París „Stuðningur Íslands við þetta mikilvæga verkefni um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum kemur á tíma þegar fjölmiðlar víða um heim eiga undir högg að sækja. Framlagið samræmist vel áherslum Íslands á sviði mannréttinda og er liður í viðbrögðum Íslands við kórónuveirufaraldrinum í þróunarríkjum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni undirritunarinnar. „Með öflugum fjölmiðlum er hægt að koma mikilvægum upplýsingum um einstaklingsbundnar sóttvarnir á framfæri og veita aðgang að fréttum og áreiðanlegum upplýsingum um þróun faraldursins. Slíkar aðgerðir eru mikilvægar til að hamla útbreiðslu veirunnar á viðkvæmum svæðum.“ Stuðningurinn er í samræmi við markmið þróunarsamvinnustefnu um uppbyggingu félagslegra innviða og sterkari innviði samfélaga. IPDC veitir fjölmiðlaverkefnum í þróunarríkjum stuðning, vinnur að fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði, hjálpar til við uppbyggingu staðbundinna útvarps- og sjónvarpsstöðva, ásamt því að styðja við nútímavæðingu fjölmiðla. Fjörutíu ár eru frá því að verkefnið var sett á laggirnar og hefur IPDC nú unnið að yfir tvö þúsund verkefnum í 140 þróunarríkjum. Það er jafnframt eini fjölþjóðlegi vettvangurinn innan Sameinuðu þjóðanna þar sem stutt er við uppbyggingu fjölmiðla í þróunarríkjum. Sem sérstofnun Sameinuðu þjóðanna er það meðal verkefna UNESCO að efla alþjóðlega samvinnu á sviði fjölmiðlafrelsis. Íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við verkefni stofnunarinnar sem stuðlar að því að tryggja öryggi blaðamanna, í samræmi við rammasamning við stofnunina sem undirritaður var á síðasta ári. Þá er Ísland aðili að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition), samtökum 37 ríkja sem hafa að markmiði að auka fjölmiðlafrelsi um allan heim. Ráðherrafundur þess var haldinn fyrr í vikunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Ísland hefur gerst aðili að alþjóðaverkefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum, IPDC (e. International Programme for the Development of Communication). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægt framlag sé að ræða sem nýtist í baráttunni við kórónuveiruna. Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnisins var undirritaður í París í síðustu viku, en framlag þessa árs nýtist í stuðning við fjölmiðlauppbyggingu í Afríku sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum. Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði samninginn ásamt Jean-Yves Le Saux, framkvæmdastjóra skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO. Jean-Yves Le Saux og Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París „Stuðningur Íslands við þetta mikilvæga verkefni um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum kemur á tíma þegar fjölmiðlar víða um heim eiga undir högg að sækja. Framlagið samræmist vel áherslum Íslands á sviði mannréttinda og er liður í viðbrögðum Íslands við kórónuveirufaraldrinum í þróunarríkjum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni undirritunarinnar. „Með öflugum fjölmiðlum er hægt að koma mikilvægum upplýsingum um einstaklingsbundnar sóttvarnir á framfæri og veita aðgang að fréttum og áreiðanlegum upplýsingum um þróun faraldursins. Slíkar aðgerðir eru mikilvægar til að hamla útbreiðslu veirunnar á viðkvæmum svæðum.“ Stuðningurinn er í samræmi við markmið þróunarsamvinnustefnu um uppbyggingu félagslegra innviða og sterkari innviði samfélaga. IPDC veitir fjölmiðlaverkefnum í þróunarríkjum stuðning, vinnur að fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði, hjálpar til við uppbyggingu staðbundinna útvarps- og sjónvarpsstöðva, ásamt því að styðja við nútímavæðingu fjölmiðla. Fjörutíu ár eru frá því að verkefnið var sett á laggirnar og hefur IPDC nú unnið að yfir tvö þúsund verkefnum í 140 þróunarríkjum. Það er jafnframt eini fjölþjóðlegi vettvangurinn innan Sameinuðu þjóðanna þar sem stutt er við uppbyggingu fjölmiðla í þróunarríkjum. Sem sérstofnun Sameinuðu þjóðanna er það meðal verkefna UNESCO að efla alþjóðlega samvinnu á sviði fjölmiðlafrelsis. Íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við verkefni stofnunarinnar sem stuðlar að því að tryggja öryggi blaðamanna, í samræmi við rammasamning við stofnunina sem undirritaður var á síðasta ári. Þá er Ísland aðili að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition), samtökum 37 ríkja sem hafa að markmiði að auka fjölmiðlafrelsi um allan heim. Ráðherrafundur þess var haldinn fyrr í vikunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent