Aldrei eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Aldrei hafa eins margar tilkynningar borist um heimilisofbeldi og í ár, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira