Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka Heimsljós 24. nóvember 2020 10:19 Ljósmynd frá barnaþorpi SOS í Eþíópíu/ SOS SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu og reiðbúin, ef til þess kemur, að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, höfuðborg Tigray héraðs, vegna stríðsátaka sem þar geisa. „Það gengur erfiðlega að fá upplýsingar frá barnaþorpinu því lokað hefur verið á fjarskiptasamband og aðgangur að héraðinu er takmarkaður,“ segir Hans Steinar Bjarnason kynningarstjóri SOS barnaþorpanna. Í SOS barnaþorpinu í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi. Starfsmenn SOS í barnaþorpinu eru 73. Þar er einnig rekið fjölskyldueflingarverkefni. „Það síðasta sem ég heyrði frá okkar fólki í Makalle var að allir væru óhultir," skrifaði Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu í svari við fyrirspurn frá skrifstofu alþjóðasamtakanna. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu undanfarið milli stjórnarhers Eþíópíu og TPLF, þjóðfrelsisfylkingar Tigray, með þeim afleiðingum að tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdans og talið er að hundruð hafi látið lífið. Samkvæmt tölum frá UNICEF þurfa 2,3 milljónir barna á mannúðaraðstoð að halda. SOS Barnaþorpin í Eþíópíu, Makalle næst landamærunum við Eritreu. Sahlemariam segir erfitt að gera sér grein fyrir hvernig ástandið er nákvæmlega í barnaþorpinu vegna fyrrgreindra fjarskiptavandamála. Hann hefur þurft að fara krókaleiðir að því að skiptast á skilaboðum við framkvæmdastjóra barnaþorpsins í gegnum starfsfólk samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Hann segir að átakasvæðin séu víða en næst SOS barnaþorpinu í 47 km fjarlægð. Sahlemariam segir að Sameinuðu þjóðirnar eigi í viðræðum við yfirvöld um aðgengi að héraðinu fyrir hjálparsamtök. „Ef ástandið versnar og átökin hafa bein áhrif á SOS-fjölskyldur þá munum við hefja rýmingu. Við höfum fengið grænt ljós á það frá OCHA," segir hann. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu og reiðbúin, ef til þess kemur, að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, höfuðborg Tigray héraðs, vegna stríðsátaka sem þar geisa. „Það gengur erfiðlega að fá upplýsingar frá barnaþorpinu því lokað hefur verið á fjarskiptasamband og aðgangur að héraðinu er takmarkaður,“ segir Hans Steinar Bjarnason kynningarstjóri SOS barnaþorpanna. Í SOS barnaþorpinu í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi. Starfsmenn SOS í barnaþorpinu eru 73. Þar er einnig rekið fjölskyldueflingarverkefni. „Það síðasta sem ég heyrði frá okkar fólki í Makalle var að allir væru óhultir," skrifaði Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu í svari við fyrirspurn frá skrifstofu alþjóðasamtakanna. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu undanfarið milli stjórnarhers Eþíópíu og TPLF, þjóðfrelsisfylkingar Tigray, með þeim afleiðingum að tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdans og talið er að hundruð hafi látið lífið. Samkvæmt tölum frá UNICEF þurfa 2,3 milljónir barna á mannúðaraðstoð að halda. SOS Barnaþorpin í Eþíópíu, Makalle næst landamærunum við Eritreu. Sahlemariam segir erfitt að gera sér grein fyrir hvernig ástandið er nákvæmlega í barnaþorpinu vegna fyrrgreindra fjarskiptavandamála. Hann hefur þurft að fara krókaleiðir að því að skiptast á skilaboðum við framkvæmdastjóra barnaþorpsins í gegnum starfsfólk samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Hann segir að átakasvæðin séu víða en næst SOS barnaþorpinu í 47 km fjarlægð. Sahlemariam segir að Sameinuðu þjóðirnar eigi í viðræðum við yfirvöld um aðgengi að héraðinu fyrir hjálparsamtök. „Ef ástandið versnar og átökin hafa bein áhrif á SOS-fjölskyldur þá munum við hefja rýmingu. Við höfum fengið grænt ljós á það frá OCHA," segir hann. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent