Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 23:31 Búið er að tilkynna tilslakanir á sóttvörnum yfir blájólin í Bretlandi. Getty/Dan Kitwood Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira