Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 18:30 Undirbúningsvinna stendur yfir hér á landi vegna bólusetninga við kórónuveirunni. Vísir/VIlhelm Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira