Helga valin viðskiptafræðingur ársins Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2020 09:03 Telma Eir Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Félags viðskipta og hagfræðinga og Helga Valfells framkvæmdastjóri og stofnandi Crowberry Capital. FVH/Eggert Jóhannesson Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. Í mati dómnefndar segir að Helga hafi verið leiðandi í nýsköpunarheiminum á Íslandi um þó nokkurt skeið. „Áður en Helga fór að láta til sín taka á Íslandi lauk hún BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Helga sinnti ýmsum störfum t.d. hjá Estée Lauder, Merrill Lynch og sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs árið 2010. Hún stýrði sjóðnum þangað til hún og meðstofnendur hennar, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, stofnuðu Crowberry Capital. Crowberry Capital hefur starfað í rúmlega þrjú ár og náð eftirtektaverðum árangri. Á þessum tíma hefur sjóðurinn fjárfest í 12 fyrirtækjum og af þeim hafa 11 fyrirtæki fengið frekara fjármagn erlendis frá. Til að mynda fjárfesti einn virtasti sjóður í heimi, Andreessen Horowitz, í leikjafyrirtækinu Mainframe sem er í eignasafni Crowberry. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Helgu fyrir hennar frábæru störf. Bæði vill félagið varpa ljósi á þann árangur sem Helga hefur nú þegar náð en einnig hvetja hana áfram í sínum störfum sem hafa eflaust sjaldan verið mikilvægri“, segir í mati dómnefndar. Deilir verðlaununum með meðstofnendum Haft er eftir Helgu að hún segir það mikinn heiður að hljóta verðlaunin og að hún deili þeim að sjálfsögðu með meðstofnendum mínum í Crowberry Capital, þeim Heklu Arnardóttur og Jennýju Ruth Hrafnsdóttur. „Það er jafnframt ánægjulegt að sjá FVH horfa til íslenskra vísisjóða og fjárfestingar í nýsköpun sem mikilvægst þátts í að byggja upp framtíð íslensks atvinnulífs. Það eru forréttindi að fá að vinna í íslensku nýsköpunarumhverfi og að starfa með fjöldanum öllum af skapandi og vel gerðum frumkvöðlum. Jafnframt hefur sérhver fjárfesting í nýsköpun mikil áhrif, því fjárfesting í nýsköpum er fjárfesting í atvinnusköpun, hagvexti og framförum í tækni og vísindum“ segir Helga. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Herdís Helga Arnalds formaður, Lilja Gylfadóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristjana Sunna Aradóttir, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Lára Hrafnsdóttir, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson. Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. Í mati dómnefndar segir að Helga hafi verið leiðandi í nýsköpunarheiminum á Íslandi um þó nokkurt skeið. „Áður en Helga fór að láta til sín taka á Íslandi lauk hún BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Helga sinnti ýmsum störfum t.d. hjá Estée Lauder, Merrill Lynch og sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs árið 2010. Hún stýrði sjóðnum þangað til hún og meðstofnendur hennar, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, stofnuðu Crowberry Capital. Crowberry Capital hefur starfað í rúmlega þrjú ár og náð eftirtektaverðum árangri. Á þessum tíma hefur sjóðurinn fjárfest í 12 fyrirtækjum og af þeim hafa 11 fyrirtæki fengið frekara fjármagn erlendis frá. Til að mynda fjárfesti einn virtasti sjóður í heimi, Andreessen Horowitz, í leikjafyrirtækinu Mainframe sem er í eignasafni Crowberry. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Helgu fyrir hennar frábæru störf. Bæði vill félagið varpa ljósi á þann árangur sem Helga hefur nú þegar náð en einnig hvetja hana áfram í sínum störfum sem hafa eflaust sjaldan verið mikilvægri“, segir í mati dómnefndar. Deilir verðlaununum með meðstofnendum Haft er eftir Helgu að hún segir það mikinn heiður að hljóta verðlaunin og að hún deili þeim að sjálfsögðu með meðstofnendum mínum í Crowberry Capital, þeim Heklu Arnardóttur og Jennýju Ruth Hrafnsdóttur. „Það er jafnframt ánægjulegt að sjá FVH horfa til íslenskra vísisjóða og fjárfestingar í nýsköpun sem mikilvægst þátts í að byggja upp framtíð íslensks atvinnulífs. Það eru forréttindi að fá að vinna í íslensku nýsköpunarumhverfi og að starfa með fjöldanum öllum af skapandi og vel gerðum frumkvöðlum. Jafnframt hefur sérhver fjárfesting í nýsköpun mikil áhrif, því fjárfesting í nýsköpum er fjárfesting í atvinnusköpun, hagvexti og framförum í tækni og vísindum“ segir Helga. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Herdís Helga Arnalds formaður, Lilja Gylfadóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristjana Sunna Aradóttir, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Lára Hrafnsdóttir, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson.
Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira