Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.
Söngkonan notar alltaf sömu aðferð til að ná hárinu svona einstaklega sléttu og koma vaselín og lúsakambur þar við sögu. Hún bætir svo gervihári í taglið sem hún sléttar áður með sléttujárni á meðan það hangir á IKEA herðatré.
Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en Svala ræðir taglið á mínútu 14 í þættinum.
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir á miðvikudögum hér á Vísi.
Instagram: @the_hibeauty