Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 16:16 Líkt og víða annars staðar gengur nú stór önnur bylgja kórónuveirufaraldursins yfir Svíþjóð. Vísir/EPA Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. Met yfir fjölda daglegra smita hafa verið slegin í Svíþjóð á undanförnum mánuðum. Rúmlega 5.800 manns greindust smitaðir í landinu í dag og 67 létu lífið. Hertar takmarkanir tóku gildi þar um miðjan október og eru þær taldar hafa átt þátt í að hægja á útbreiðslu faraldursins. Lýðheilsustofnun Svíþjóðar telur nú að toppnum verði náð á næstu vikum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við erum vongóð um að við náum að hafa áhrif á þróun faraldursins með þessum hætti,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður stofnunarinnar í dag. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega 6.600 manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst. Carlson setur fyrirvara við að öldukambinum verði náð á næstu vikum. Spálíkan stofnunar hans sé ekki framtíðarspá og þróun faraldursins ráðist af hegðun almennings. „Ef við fáum það ekki eins og við gerum ráð fyrir fáum við ekki þessa þróun, þá fáum við verri þróun,“ sagði hann. Spálíkan Lýðheilsustofnunarinnar gerð ráð fyrir að annarrar stórrar bylgju í faraldrinum væri ekki að vænta í haust þvert á það sem varð raunin. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. Met yfir fjölda daglegra smita hafa verið slegin í Svíþjóð á undanförnum mánuðum. Rúmlega 5.800 manns greindust smitaðir í landinu í dag og 67 létu lífið. Hertar takmarkanir tóku gildi þar um miðjan október og eru þær taldar hafa átt þátt í að hægja á útbreiðslu faraldursins. Lýðheilsustofnun Svíþjóðar telur nú að toppnum verði náð á næstu vikum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við erum vongóð um að við náum að hafa áhrif á þróun faraldursins með þessum hætti,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður stofnunarinnar í dag. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega 6.600 manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst. Carlson setur fyrirvara við að öldukambinum verði náð á næstu vikum. Spálíkan stofnunar hans sé ekki framtíðarspá og þróun faraldursins ráðist af hegðun almennings. „Ef við fáum það ekki eins og við gerum ráð fyrir fáum við ekki þessa þróun, þá fáum við verri þróun,“ sagði hann. Spálíkan Lýðheilsustofnunarinnar gerð ráð fyrir að annarrar stórrar bylgju í faraldrinum væri ekki að vænta í haust þvert á það sem varð raunin.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira