Bíræfnir þjófar stálu jólunum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 10:55 Þjófarnir stálu um 300 jólatrjám. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða. Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira