Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 12:48 Garðaskóli í Garðabæ. Garðaskóli Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum. Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt. Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt.
Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34