Stjörnurnar sameinast og gefa út lagið sem landinn þarf á að halda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 19:45 Greta Salóme er annar höfunda lagsins Jól eins og áður. Facebook/Greta Salóme Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara koma saman í laginu Jól eins og áður, sem frumsýnt verður á morgun hér á Vísi. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Ómarsson. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. Jól eins og áður er sambland af upplífgandi jólaboðskap og komedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Indriða úr Fóstbræðrum bregður fyrir og DJ Muscleboy sendir 2020 stutta kveðju. Lagið og myndbandið kemur út þann 1. desember og er dreift af tónlistarfyrirtækinu SONY. Um upptökustjórn sá Bjarki Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz. „Það gekk ótrúlega vel að vinna þetta lag. Það voru allir svo jákvæðir og til í að gera þetta og sammála um að þetta væri eitthvað sem fólk þyrfti á að halda núna. Ekki mikið drama heldur bara birta og smá kómík. Ég átti hugmyndina og var komin með beinagrind að laginu og fór í stúdíó til Bjarka Ómars og við tókum þetta þaðan og kláruðum að semja lagið. Svo þurftum við að fá alla söngvarana inn í stúdíó eitt í einu og passa að það yrðu aldrei margir á sama tíma upp á smithættu. Þetta var smá púsluspil en ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ segir Greta Salóme í samtali við Vísi. Lagið og myndbandið verður frumsýnt á Vísi kl.12:00 á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. Jól eins og áður er sambland af upplífgandi jólaboðskap og komedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Indriða úr Fóstbræðrum bregður fyrir og DJ Muscleboy sendir 2020 stutta kveðju. Lagið og myndbandið kemur út þann 1. desember og er dreift af tónlistarfyrirtækinu SONY. Um upptökustjórn sá Bjarki Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz. „Það gekk ótrúlega vel að vinna þetta lag. Það voru allir svo jákvæðir og til í að gera þetta og sammála um að þetta væri eitthvað sem fólk þyrfti á að halda núna. Ekki mikið drama heldur bara birta og smá kómík. Ég átti hugmyndina og var komin með beinagrind að laginu og fór í stúdíó til Bjarka Ómars og við tókum þetta þaðan og kláruðum að semja lagið. Svo þurftum við að fá alla söngvarana inn í stúdíó eitt í einu og passa að það yrðu aldrei margir á sama tíma upp á smithættu. Þetta var smá púsluspil en ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ segir Greta Salóme í samtali við Vísi. Lagið og myndbandið verður frumsýnt á Vísi kl.12:00 á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira