„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:53 Fólkið hélt áfram gleðskapnum eftir að barinn lokaði, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira